Shauna Laurel Jones
Fræði
Ég fagna hverju tækifæri til að þýða akademískt efni og ég nýt þess að aðstoða fræðimenn við að setja fram flókin og mikilvæg viðfangsefni á auðskilinn hátt. Það eykur til muna líkurnar á því að niðurstöður þeirra komist sem best og víðast til skila. Með þessu bæti ég líka endalaust við eigin þekkingu.
Bakgrunnur minn er í listasögu (meistarapróf frá University of California, Santa Barbara, 2007) og umhverfisfræði (MS-gráða frá Háskóla Íslands, 2018). Námið hefur reynst mér vel þegar kemur að því að fást við þýðingar úr ólíkum fræðasviðum. Auðugur orðaforði og færni í akademískum skrifum gerir mér kleift að þýða efni úr hug- og félagsvísindum. (Þótt ég gefi mig ekki út fyrir að þýða vísindarit er ég reiðubúin að vinna með og yfirfara flest það efni sem viðkemur heimi vísindanna.)
Undanfarin ár hef ég þýtt útdrætti og greinar fyrir fræðimenn í Háskóla Íslands og ReykjavíkurAkademíunni. Þá hef ég einnig unnið fyrir Sögufélagið, þýtt og yfirfarið greinar fyrir tímaritið Sögu. Áhrifa fræðimennskunnar gætir líka í mörgum þeirra greina sem ég hef þýtt og tengjast listum. Í nýlegum þýðingum á ritgerðum hafa listasaga, gagnrýnikenningar og heimspeki komið við sögu.
Vinsamlegast hafið samband og óskið eftir tilboði.
Shauna hefur þýtt og lesið yfir fræðilega texta um fjölbreytt efni fyrir Sögufélag og tímaritið Sögu. Hún er nákvæmur og vandvirkur þýðandi og leysir iðulega úr vandamálum á hugvitsamlegan hátt, auk þess að vera einstaklega lipur og þægileg í samskiptum.
—Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ritstjóri Sögu